Hljóðfæranám - einkanám

Vorönn: 2024
Tímar: Nemendur sækja einkatíma einu sinni eða tvisvar á viku í hljóðfæri og  einnig hóptíma í tónfæði og tónheyrn eftir 10 ára aldur Nemendur geta tekið áfangapróf samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Kennt er á öllum stigum.: Grunnstig,miðstig og framhaldsstig. Nemendur leika á tónleikum innan skólans ef þeir vilja og einnig á jólatónleikum og vortónleikum utan skólans.

Námskeið fyrir alla aldurshópa

                                                     

Hljómborðsnámskeið Vor 2024

         

 Hefjast: Janúar og febrúar  2024                                    


Tímar: Einu sinni í viku.
Lýsing: Nemendur eru allt að 2 til 5 saman bekk og er  raðað saman  eftir aldri og getu. Hver nemandi hefur sitt hljómborð og heyrnartól. Kennt er eftir eyranu og eftir nótum í bland. Nemendur leika  oft fyrir hvorn annan í þessum bekkjum ef þeir vilja. og þá á stærri venjuleg píanó eða flygla. Þessir tímar henta þeim sem vilja prófa eða eru stutt komnir. Einnig fyrir þá sem vilja láta gamlan draum rætast. Einnig fyrir vinkonur / vini eða systkyni.Nemendur geta sótt tónfræði/tónheyrn með þessum tímum ef óskað er frá 10 ára aldri.Einnig tekið áfangapróf samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytissins og komið fram á tónleikum ef þeir vilja.


Leitið upplýsinga á skrifstofu.

Skólareglur.

Nemandi á að vera stundvís og sinna námi sínu eins vel og hann getur, hvort sem um er að ræða hljóðfæranám eða hliðargreinar.

Nemandi á að vera stilltur og ekki valda truflun eða óróa í kennslustund.

Nemandinn á að vera kurteis og ganga vel um bæði hljóðfæri og húsnæði skólans.Nemendur eru beðinir um að leika ekki opinberlega nema með samþykki kennara,  eða skólastjóra.

Veikindi og forföll skal tilkynna eins fljótt og hægt er.Skólinn bætir ekki upp tíma sem falla niður af hálfu nemenda.

Frídagar svo sem , jólafrí og páskafrí eru þeir sömu  og grunnskólar í nágrenninu.

Veikist kennari og tími fellur niður, er reynt að hafa samband við nemandann eða foreldra hans eins fljótt og hægt er. 

Skólanum er ekki skylt að bæta einstaka kennslustundir sem falla niður vegna veikinda kennara.  Hins vegar, dragist veikindin lengur en tvær vikur, útvegar skólinn forfallakennara.

Upplýsingar

Skólinn er aðili að Prófanefnd tónlistarskóla .Hægt er að taka viðurkennd áfangapróf við skólann svo sem grunnpróf,miðpróf og framhaldspróf sem eru samræmd yfir landið.Skólinn veitir 7% afslátt fyrir systkini úr sömu fjöldskyldu og 10% afslátt fyrir 3 eða fleiri systkini úr sömu fjöldskyldu. Með frístundakorti  fá börn úr Reykjavík 75.000  kr. afslátt. Í apríl, ár hvert, þurfa allir nemendur að staðfesta áframhaldandi nám fyrir næstu haustönn.  Eftir að skólaárið hefst gildir fjögurra mánaða uppsagnarfrestur.  Ef nemandi vill hætta, þarf hann að fylla út þar til gert eyðublað og skila því á skrifstofuna. Eða senda tölvupóst.  U.þ.b.fjórum mánuðum seinna tekur uppsögnin gildi.Ef nemandi er skráður í upphafi haust annar eða vor annar en mætir lítið eða ekki neitt á þeirri önn á  hann á hættu að missa pláss sitt við upphaf næstu annar nema um annað sé samið.Gjald fyrir vorönn 2024 er kr. 97.500. Skipta má greiðslum í 2-3 hluta.


pianoskolinn@pianoskolinn.is
pianoskoli@gmail.com
www.pianoskolinn.is

Ármúla 38, 2. hæð 108 Reykjavík

pósthólf 8540

Sími

(+354) 691 6980