Kennarar

Þorsteinn Gauti Sigurðsson

Skólastjóri og píanókennari

Lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Stundaði framhaldsnám í The Juilliard School of Music í New York, New York University og Miami University. Hefur kennt píanóleik Við Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskólann í Reykjavík, Nýja Tónlistarskólann og Kennaraháskólann. Hann hefur áratuga reynslu sem píanókennari og hefur verið m.a. í dómnefnd íslensku píanókeppninar. Einnig hefur hann komið fram víða um heim sem einleikari og meðleikari. Hann hefur leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum á norðurlöndunum og margoft með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Skoða nánar

Guðrún Birna Hannesdóttir

Píanókennari

Lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam einnig píanókennslufræði hjá Hermínu Kristjánsson við sama skóla. Hún hefur kennt á píanó við Tónskóla Sigursveins, Söngskólann í Reykjavík og Nýja tónlistarskólann. Guðrún Birna hefur einnig starfað sem kórstjóri, gert útvarpsþætti um tónlist og unnið sem undirleikari með söngvurum. Hún hefur áralanga reynslu sem píanókennari og mikla þekkingu á því sviði.

Sigríður Friðjónsdóttir

Tónfræðikennari
Útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hefur kennt síðan tónmennt og píanó, verið blokkflautu- og forskólakennari, og kennt fræðigreininar (tónfræði og tónheyrn). Hefur sótt fjölmörg námskeið hér á landi sem og erlendis og verið virk í að kynna sér framandi tónlistarstefnur. Sigríður hefur kennt fræðigreinar við Píanóskólann frá stofnun hans.

Halldóra B. Friðjónsdóttir
Kennir yngri deildum

pianoskolinn@pianoskolinn.is
pianoskoli@gmail.com
www.pianoskolinn.is

Ármúla 38, 2. hæð 108 Reykjavík
(+354) 551 6751, (+354) 691 6980

Skrifstofan er opin frá mánudag til föstudags á milli 9:00 og 14:00