Umsókn -
Um Okkur
Í Píanóskólanum fær hver og einn að blómstra á sínum hraða og upplifa gleðina sem fylgir því að skapa tónlist, frá fyrstu nótu til ævilangrar ástríðu.

Skólinn
Kennarar

Þorsteinn Gauti Sigurðsson
Þorsteinn Gauti er skólastjóri og píanókennari við skólann.
Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám við Juilliard School of Music í New York. Þorsteinn hefur komið víða fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og erlendum hljómsveitum.

Dagný Halla Björnsdóttir
Dagný er útskrifuð úr FÍH og hefur yfir 12 ára reynslu af kennslu.
Hún kennir píanó í skólanum og leggur áherslu á að nemendur upplifi gleði og sköpun í tónlistarnámi. Dagný hefur einnig kennt söng, lagasmíðar, gítar, ukulele, bassa og trommur, og nýtir þá reynslu til að gera kennsluna fjölbreytta og skapandi.

Gísli Magnússon
Gísli er tónskáld, píanóleikari og tónlistarkennari.
Hann lauk meistaranámi í tónsmíðum frá Konservatoríinu í Amsterdam og BA námi frá Listaháskóla Íslands. Verk hans hafa verið flutt á tónlistarhátíðum bæði hér heima og erlendis, og hefur hann unnið með fjölbreyttum tónlistarfólki og hljómsveitum.
Upplýsingar
Skólareglur
Virðing og umgengni
Nemandinn á að vera kurteis og ganga vel um bæði hljóðfæri og húsnæði skólans.
Frídagar
Frídagar svo sem jólafrí og páskafrí eru þeir sömu og grunnskólar í nágrenninu.
Ró í kennslustund
Nemandi á að vera stilltur og ekki valda truflun eða óróa í kennslustund.
Flutningar og samráð
Nemendur eru beðnir um að leika ekki opinberlega nema með samþykki kennara eða skólastjóra.
Stundvísi og ábyrgð
Nemandi á að vera stundvís og sinna námi sínu eins vel og hann getur, hvort sem um er að ræða hljóðfæranám eða hliðargreinar.
Forföll nemanda
Veikindi og forföll skal tilkynna eins fljótt og hægt er. Skólinn bætir ekki upp tíma sem falla niður af hálfu nemenda.
Forfallakennari
Skólanum er ekki skylt að bæta einstaka kennslustundir sem falla niður vegna veikinda kennara. Hins vegar, dragist veikindin lengur en tvær vikur, útvegar skólinn forfallakennara.
Forföll kennara
Veikist kennari og tími fellur niður, er reynt að hafa samband við nemandann eða foreldra hans eins fljótt og hægt er.